Endurbætt Skólajógúrt

03.09.2015

Skólajógúrtin sem margir þekkja hefur verið endurbætt til muna og er nú bæði bragðbetri og hollari en áður. MS hefur markvisst unnið að því að þróa sykurminni vörur og er skólajógúrtin afrakstur þeirrar vinnu. Jógúrtin er hollur valkostur og dósirnar eru 150 ml að stærð, sem er kjörin stærð fyrir yngri kynslóðina. Skólajógúrtin er hins vegar síður en svo eingöngu ætluð börnum, heldur öllum þeim sem kjósa sykurminni mjólkurvörur. Jógúrtin uppfyllir skilyrði Skráargatsins um kolvetni, hún er afar kalk- og trefjarík, inniheldur engin sætuefni og því vænlegur kostur fyrir börn í skólanesti eða morgunmat. Á síðasta ári var útlit Skólajógúrtarinnar uppfært og umbúðirnar endurhannaðar. Ásamt því var unnið sérstaklega að því að draga úr sykurmagni jógúrtarinnar og inniheldur nýja Skólajógúrtin nú 25% minni sykur en þær sem fyrir voru á markaði. Nú eru einungis um 8,5% kolvetni í jógúrtinni í stað 11-12% áður, þar af eru um 5,5% sykur og restin því mjólkursykur sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi.

Hrein Skólajógúrt og þrjár bragðbættar tegundir

Skólajógúrtin fæst í þremur ljúffengum bragðtegundum, jarðarberja-, banana- og ferskju, en til viðbótar hefur hrein jógúrt bæst við línuna sem er tilvalið að bragðbæta með ávöxtum, musli eða sykurlausri sultu, nú eða borða hreina upp úr dósinni. Nýja skólajógúrtin hefur fengið góðar viðtökur og eru margir ánægðir með hreinu tegundina, sem er án viðbætts sykurs, þar sem hér er kominn nýr valmöguleiki sem gefur foreldrum kost á að gera í samvinnu við börnin sína eigin útgáfu. 

Fleiri heilsugreinar