Yfirlýsing frá Mjólkursamsölunni vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

29.05.2018

Vegna máls Samkeppniseftirlitsins gegn MS til ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála vill MS taka fram.

Eftir að hafa yfirfarið forsendur dómsins telur MS óhjákvæmilegt að áfrýja niðurstöðunni sem fer þvert gegn úrskurði fjölskipaðs stjórnvalds. MS telur sem fyrr að fyrirtækið hafið starfað í samræmi við skýr ákvæði búvörulaga og að engin brot hafi verið framin. Var það niðurstaða fjölskipaðrar áfrýjunarnefndar samkepnnismála, sem er lokaniðurstaða á stjórnsýslustigi og MS telur vera rétta.

 

Forsaga málsins: https://www.ms.is/um-ms/samkeppnismal/timalina

 

Fleiri fréttir