www.jolamjolk.is opnar á ný

24.11.2009

Nú er jólamjólkin komin aftur á markað um land allt og af því tilefni hefur vefurinn www.jólamjólk.is verið opnaður. Á vefnum er að finna ýmislegt spennandi tengt jólunum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á jólamjólk.is er litabók fyrir yngstu börnin og fróðleikur um jólasveinana. Á síðunni er hægt að senda jólakveðjur á nokkrum tungumálum auk þess sem hægt er nálgast girnilegar jólauppskriftir. Frá 1. til 24. desember verður á síðunni skemmtilegt jóladagatal með spurningum fyrir börn og unglinga. Meðal verðlauna í spurningaleiknum er Playstation 3 leikjatölva, ipod shuffle og gjafakort í Smáralind.

 

Fleiri fréttir