Viðtal við Ara Edwald í Markaðnum
Opnuviðtal birtist í Markaðnum, viðskiptahluta Fréttablaðsins, miðvikudaginn 23. nóvember. Þar segir Ari m.a. að þetta ár hafi að mörgu leyti þróast ágætlega. „Það eru margir spennandi hlutir í gangi og eins og á undanförnum árum er vörunum vel tekið, vöruþróunin lífleg og margar nýjungar á ferðinni. Við höfum lagt áherslu á að auka erlenda starfsemi og virðisauka af henni. Þar er ekki aðeins um beinan vöruútflutning að ræða heldur einnig þekkingar- eða viðskiptaútflutning. Próteinverksmiðjan á Sauðárkróki markar svo kaflaskil í okkar starfsemi. Með henni náum við að nýta betur hráefni og skila miklum árangri í umhverfismálum á viðskiptalegum grundvelli,“ segir Ari og vísar til verksmiðju Heilsupróteins ehf. sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga tóku í notkun um miðjan síðasta mánuð.
Áhugasamir geta lesið allt viðtalið á fréttavefnum visir.is: Skyr MS í 5.500 bandarískum verslunum
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.