Úrslitaleikur karla í Mjólkurbikarnum
Úrslitaleikur karla í Mjólkurbikarnum fer fram laugardaginn 15. september en þá mætast lið Breiðablik og Stjörnunnar, en sömu lið áttust við í bikarúrslitaleik kvenna sem lauk með sigri Breiðablik. Við viljum að sjálfsögðu hvetja alla áhugasama til að mæta á Laugardalsvöll og styðja við bakið á sínu liði en leikurinn hefst kl. 19:15 og er miðasala í fullum gangi á tix.is.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fyrirliða liðanna, Baldur Sigurðsson hjá Stjörnunni og Gunnleif Gunnleifsson, hjá Breiðablik halda á hinum eftirsóknarverða Mjólkurbikar sem annar þeirra fær að lyfta á loft á laugardagskvöldið.
Mynd: fotbolti.net
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.