Úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2016-2017
Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra, tilkynnti á dögunum úrslit í teiknisamkeppni 4. bekkinga sem haldin er í tengslum við Alþjóðlega skólamjólkurdaginn ár hvert en hún hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár bæði meðal grunnskólanemenda og skólastjórnenda. Þátttakan í keppninni var einstaklega góð rétt eins og undanfarin ár en rúmlega 1.300 myndir bárust frá 70 skólum alls staðar að af landinu. Tíu myndir voru valdar úr þessum mikla fjölda og hafa skólastjórnendur í viðkomandi skólum verið færð gleðitíðindin. Verðlaunahöfum eru veittar viðurkenningar fyrir teikningar sínar og til viðbótar er hver mynd verðlaunuð með 40.000 kr. peningagjöf frá Mjólkursamsölunni, sem rennur óskipt í bekkjarsjóð viðkomandi, og getur bekkurinn nýtt þá upphæð í að gera sér glaðan dag saman og efla liðsheild.
„Eins og áður er markmið keppninnar að vekja athygli á hollustu mjólkur og því hve stóran þátt hún á í mataræði barna en mjólkin er einstaklega næringarrík og inniheldur kalk, steinefni, prótein og ýmis vítamín,“ segir Gréta Björg Jakobsdóttir, markaðsfulltrúi MS og einn af fulltrúum í dómnefnd keppninnar. „Myndefnið er frjálst en má gjarnan tengjast mjólk, hollustu og heilbrigði og er virkilega gaman að sjá hvernig nemendur útfæra hugmyndir sínar á ólíkan hátt. Kýr eru alltaf vinsælt myndefni, sem og fernurnar sjálfar og flutningabílarnir, en í ár sáum við líka skemmtilega útfærslu á því hvernig mjólkurvöruumbúðir voru nýttar til að skapa eitthvað nýtt eins og vita og árabát,“ bætir Gréta við. „Hugmyndirnar virðast vera endalausar og kemur það alltaf jafn mikið á óvart hve hæfileikaríkir nemendurnir eru, sem eru eins og áður sagði í 4. bekk og því ekki nema 9 og 10 ára gamlir.“
Vinningshafar í teiknisamkeppninni skólaárið 2016-2017 eru:
Axel Máni Allen, Síðuskóla
Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, Hraunvallaskóla
Hera Arnardóttir, Ártúnsskóla
Iðunn Ólöf Berndsen, Austurbæjarskóla
Katla Dögg Kristinsdóttir, Fellaskóla
Kolbrún Rut Veigarsdóttir, Vættaskóla Borgum
Kringa Viktoría Jarosz, Grunnskólanum í Sandgerði
Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, Breiðagerðisskóla
Laufey Arnberg Óðinsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði
Sunna Björk Kolbeinsdóttir, Húsaskóla
Mjólkursamsalan þakkar 4. bekkingum kærlega fyrir þátttökuna og óskar vinningshöfum og skólunum þeirra innilega til hamingju.
Meðfylgjandi eru myndir dómnefndinni að störfum og vinningsmyndum ársins, en þær er jafnframt að finna á vef verkefnisins skolamjolk.is og er þar jafnframt hægt að skoða vinningsmyndir liðinna ára.
Dómnefnd og verðlaunamyndir
Frá vinstri: Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og formaður dómnefndar, Gréta Björg Jakobsdóttir, Anna Margrét Steinarsdóttir og Steinunn Þórhallsdóttir, fulltrúar MS í dómnefnd
Verðlaunamyndir í teiknisamkeppni 4. bekkinga skólaárið 2016-2017
Axel Máni Allen, Síðuskóla
Heiðrún Vala Hilmarsdóttir, Hraunvallaskóla
Hera Arnardóttir, Ártúnsskóla
Iðunn Ólöf Berndsen, Austurbæjarskóla
Katla Dögg Kristinsdóttir, Fellaskóla
Kolbrún Rut Veigarsdóttir, Vættaskóla Borgum
Kringa Viktoría Jarosz, Grunnskólanum í Sandgerði
Kristín Hallbera Þórhallsdóttir, Breiðagerðisskóla
Laufey Arnberg Óðinsdóttir, Grunnskólanum í Sandgerði
Sunna Björk Kolbeinsdóttir, Húsaskóla
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.