Tólf mánaða verðstöðvun á mjólk og mjólkurvörum
Mjólkuriðnaðurinn ákvað í október 2006 að heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum myndi ekki hækka í 12 mánuði. Þá hafði þegar ríkt verðstöðvun á þessum vörum í eitt ár. Verðstöðvunin er framlag mjólkuriðnaðarins og mjólkurframleiðenda til þess að lækka matarverð hér á landi. Mjólkuriðnaðurinn undirstrikar mikilvægi þess að neytendur fylgist grannt með verðlagi á matvöru nú í aðdraganda lækkunar virðisaukaskatts á matvæli.
Mjólkuriðnaðurinn hefur á undanförnum árum lyft grettistaki í að lækka verð til neytenda með hagræðingu hjá mjólkurbændum og vinnslustöðvum. Um síðustu áramót var stórt skref stigið i þessa átt með stofnun Mjólkursamsölunnar, rekstrarfélags mjólkuriðnaðarins í landinu. Stofnun Mjólkursamsölunnar fylgir mikil hagræðing sem kemur bæði neytendum og bændum til góða.
Í samvinnu við stjórnvöld og fulltrúa neytenda hefur mjólkuriðnaðurinn unnið markvisst að hagræðingu í framleiðslu og dreifingu mjólkur, til að tryggja neytendum hagstætt verð. Í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna var sett hagræðingarkrafa á mjólkuriðnaðinn og mjólkurframleiðendur. Góð viðbrögð þessara aðila, mikil vinna og tæknivæðing voru forsenda þess að unnt var að halda mjólkurverði óbreyttu í fimm ár.
Mjólkuriðnaðurinn hefur það að leiðarljósi að gæta hagsmuna mjólkurframleiðenda og neytenda.
Þróun vinnslu- og dreifingarkostnaðar mjólkur og vísitölu neysluverðs á tímabilinu desember 1990 til október 2006. Áætlunin er til ársloka 2007.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.