Teiknisamkeppnin - úrslit kynnt fljótlega
Eins og síðastliðin ár hefur Mjólkursamsalan staðið fyrir teiknisamkeppni alþjóðlega skólamjólkurdagsins sem haldinn er hátíðlegur í september ár hvert að undirlagi Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Samkeppnin er haldin meðal nemenda í 4. bekk grunnskólanna og fá tíu nemendur viðurkenningar fyrir teikningar sínar. Þátttaka hefur frá upphafi verið mjög góð og nú í ár fengum við ríflega 1100 myndir.
Dómnefnin er þessa dagana að störfum og búast má við að úrslit verði kynnt í kringum miðjan apríl.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.