Teiknisamkeppni barna í 4. bekk

10.12.2008

Árlegri teiknisamkeppni barna í 4. bekk grunnskólans lýkur nú á næstu dögum og senda þarf myndir til Mjólkursamsölunnar fyrir jólafrí. Myndefnið er frjálst en æskilegt er að það fjalli um mjólk. Þátttaka í keppninni hefur verið góð á síðustu árum og að venju verða 10 myndir verðlaunaðar. Þau börn sem eiga verðlaunamyndirnar fá peningaverðlaun sem fer í bekkjarsjóð viðkomandi barns.

Fleiri fréttir