Tafir í vöruafgreiðslu hjá Mjólkursamsölunni
Fréttatilkynning frá Mjólkursamsölunni 20. júní 2008
Nýtt sölu- og dreifikerfi MS:
Ostur og ferskvörur á sama stað!
Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur tekið upp nýtt sölu- og dreifikerfi auk þess sem vörutiltekt og dreifing á ferskvörum og ostum sameinast.
Nú geta viðskiptavinir MS pantað bæði mjólkurvörur og osta á sama stað. Þessar breytingar eru hluti af því hagræðingarferli sem hófst hjá Mjólkursamsölunni fyrir einu og hálfu ári.
Fyrsta kastið má gera ráð fyrir einhverjum hnökrum eða töfum á afgreiðslu á vörum MS og viljum við biðja þá viðskiptavini okkar sem fyrir þeim verða afsökunar á þeim óþægindum sem það kann að valda.
Um þessar mundir er mikið álag á símakerfi söludeildar MS og fyrirtækið bendir viðskiptavinum sem ætla að panta símleiðis að hægt er að senda vörupantanir á netfangið soludeild@ms.is.
- - -
Nánari upplýsingar veitir:
Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS,
sími: 569 2271.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.