Sykurminni og hollari Skólajógúrt
Í grein á heimasíðu Náttúrulæknafélags Íslands er fjallað um nokkrar matvörur undir yfirskriftinni: „Fimm algengar gervimatvörur sem við gefum börnunum okkar”. Í upptalningunni má finna Skólajógúrt og vísað er í Skólajógúrt með epla og karmellubragði en sú tegund er ekki lengur á markaði. Haustið 2014 voru gerðar róttækar breytingar á Skólajógúrtflokknum í heild. Meðal annars voru gömlu bragðtegundirnar teknar út og nýjar sykurminni tegundir settar inn í staðinn. Nýja Skólajógúrtin er þar að auki kalkríkari en önnur jógúrt og inniheldur trefjar. Skólajógúrtin sem nú er á markaði stenst viðmið Skráargatsins um sykur í bragðbættum mjólkurvörum.
Nú fæst Skólajógúrtin í þremur bragðtegundum, með jarðarberjum, bönunum og ferskjum. Nýverið var sett á markað Skólajógúrt í 1 lítra fernum með jarðarberjabragði og bananabragði og hér um að ræða hollan valkost fyrir alla fjölskylduna.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.