Sumarstörf hjá MS
Hefur þú metnað, getur sýnt ábyrgð í starfi, ert samvinnufús og jákvæður einstaklingur? Ef svo er höfum við áhuga á að heyra frá þér!
Mjólkursamsalan (MS) óskar eftir að ráða starfsfólk í afleysingar á flestar starfsstöðvar sumarið 2017. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um miðjan maí og unnið fram í miðjan ágúst. Þar sem um afleysingastarfsfólk er að ræða er ekki gert ráð fyrir að tekið sé orlof nema samið sé um það sérstaklega í upphafi. Um er að ræða að hámarki 3 mánaða starf. Nemar og einstaklingar á aldrinum 65-70 ára eru sérstaklega hvattir til þess að sækja um.
Sjá nánari upplýsingar hér
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.