Sterk bein - Sterkar konur. Hringborð kvenna um beinþynningu

22.04.2008

Þann 22. apríl var haldinn óvenjulegur morgunverðafundur á Grand Hótel á undir yfirskriftinni Sterk bein - sterkar konur. Það voru Beinverndarsamtökin sem stóðu að þessu mikilvirta framtaki.

Með hringborðsumræðunum vill Beinvernd hvetja til umræðna á breiðum vettvangi og stuðla að almennri vitundarvakningu um beinþynningu. Félagið fagnar því að hraustar konur á besta aldri sem ekki eru með beinþynningu taki höndum saman og gefi sér tíma til að setja sig inn á málefnið og gerast málsvarar þess.

Beinþynning hefur oft verið kölluð hinn þögli faraldur. Meðal alvarlegustu afleiðinga beinþynningar eru samfallsbrot í hrygg. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að fjöldi samfallsbrota í hrygg eru ógreind þ.e.a.s. fólk veit ekki að það hefur brotnað.

Þátttakendur hringborðsins voru athafnakonur úr þjóðfélaginu; Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur og sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu; Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari kvennaliðs KR; Hildur Gunnarsdóttir, sjúkraliði; Inga Þórsdóttir prófessor í næringarfræði; Kolbrún Albertsdóttir, hjúkrunarfræðingur og rannsakandi; Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður. Fundinum stjórnaði Brynja Þorgeirsdóttir fréttakona.

Fundurinn var málefnalegur og voru umræður fjörugar, jafnt við hringborðið sem og úti í sal. Helstu umræðupuntktar sem gengið var út frá snerist að því að viðhalda lífsgæðum og vernda bein með áherslu á aðgerðalista Beinverndar:

  • Hvetjum til þess að hreinar mjólkurvörur verði D-vítamín bættar.
  • Hvetjum til hreyfingar til að styrkja og viðhalda góðum beinum.
  • Stuðlum að auknum rannsóknum á beinþynningu og  hvetjum til umræðna um skimun á beinþynningu.
  • Mikilvægt er að hlutsta á sjuklinga og að beinþynningu verði forgangsraðað á heilbrigðisáætlun og rétt meðferð verði tryggð.


Fréttabréf Beinverndar
Hér gefur að líta nýjasta tölublað Beinverndar. Þarna er að finna athyglisverðar greinar um D-vítamín, Lífsgæði og samfallsbrot í hrygg vegna beinþynningar auk viðtals við Hildi Gunnarsdóttur sem greindist með beinþynningu fyrir fimm árum síðan þá 37 ára gömul.

Hvað er beinþynning?

Fleiri fréttir