Starfsmaður MS fer hringinn fyrir Unicef
Við erum einstaklega stolt af starfsmanni MS, Einari Hansberg Árnasyni, en þessa vikuna eru Einar, fjölskylda hans og vinir að fara hringinn í kringum Ísland til að vekja athygli á átaki UNICEF gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar mun koma við í 38 sveitarfélögum og í hverju þeirra ætlar hann að róa, skíða eða hjóla 13 þúsund metra, einn metra fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi. Í heildina mun Einar því fara um 500 kílómetra. Ferðalaginu lýkur laugardaginn 24. ágúst í Reykjavík þar sem Einar mun hlaupa heilt maraþon fyrir UNICEF.
Markmið ferðarinnar er að þrýsta á öll sveitarfélög landsins að svara ákalli UNICEF og innleiða viðbragðsáætlun gegn ofbeldi. Við óskum Einari góðs gengis og hvetjum fólk til að skrifa undir á https://feluleikur.unicef.is/.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.