Sala hefst á jólavörum MS
Sala á hinum vinsælu jólavörum Mjólkursamsölunnar hefst á næstu dögum. Viðtökur síðustu ára hafa verið mjög góðar og eru þessar vörur orðnar fastur liður í aðdraganda jóla.
Í eftirréttaflokknum eru Jólajógúrt, Jóla-Engjaþykkni, Jóla-Ostakaka og Jóla-Smámál. Í flokki osta eru Jóla-Gráðaostur, Hátíðarostur, Jóla-Brie, Jólaþrenna (þrír ostar), Jóla-Fetaostur og Jóla-Yrja. Að auki eru Kókómjólk, mjólk og rjómi á leið í jólabúning.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.