Rifinn ostur frá MS í endurlokanlegum umbúðum

22.06.2018

Rifinn ostur frá MS er nú kominn í nýjar og endurlokanlegar umbúðir. Við þessar breytingar urðu smávægilegar útlitsbreytingar á umbúðunum en viðskiptavinir munu ekki týna sínum osti enda eru nýju umbúðirnar keimlíkar þeim sem fyrir voru. 

Rifnir ostar frá MS sem nú fást í endurlokanlegum umbúðum eru: Heimilis rifinn ostur, Pizzaostur, Gratínostur og Mozzarellaostur.

 

Fleiri vörunýjungar