Öskudagurinn í MS - allir velkomnir
Líkt og undanfarin ár tekur starfsfólk Mjólkursamsölunnar vel á móti syngjandi krökkum á öskudaginn 14. febrúar og eru börnin boðin velkomin frá kl. 8 til 16 á starfsstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Starfsmenn MS standa vaktina og hlakka mikið til að hlusta á skemmtileg lög og sjá fjölbreytta búninga sem krakkarnir klæðast en það alltaf gaman að sjá hugmyndaflugið njóta sína og greinilegt að margir leggja mikinn metnað í daginn.
Sjáumst á öskudaginn, krakkar!
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá síðasta öskudegi.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.