Öskudagurinn haldinn hátíðlegur
Mikill fjölda barna hefur í dag heimsótt starfsstöðvar Mjólkursamsölunnar víðsvegar um landið. Í Reykjavík lögðu um 1200 börn leið sína í MS á Bitruhálsi þar sem þau sungu fyrir starfsfólk og fengu meðal annars að launum Kókómjólk og blöðrur. Á Akureyri heimsóttu um 1000 börn Mjólkursamsöluna og um 500 börn komu í MS á Selfossi og um 150 í bú MS í Búðardal. Að sögn starfsmanna sem tóku á móti börnunum var gaman að sjá hversu mikill fjölbreytileiki var í búningum og hversu margir eru hugmyndaríkir þegar kemur að því að klæða sig upp fyrir Öskudaginn.





Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.