Óskajógúrt og skólabörn við Ísaksskóla 1974

26.01.2015

Árið 1974 kom Óskajógúrt fyrst á markað og er þessi mynd af skólabörnum við Ísaksskóla tekin það ár. Hana fengum við frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur en ljósmyndarinn var Loftur Ásgeirsson. Við þekkjum ekki módelin á myndinni en það væri gaman ef einhver kannaðist við börnin. Líklegast eru þau fædd um 1968.

Óskajógúrtin er jógúrtin sem þú ólst upp með.

Fleiri fréttir