Opnunartími og dreifing um hátíðarnar
Senn líður að jólum og þá má gæta nokkurra breytinga á dreifingu sem er vert að kynna sér sérstaklega en upplýsingar um dreifingu er að finna í meðfylgjandi skjali.
Vagnar: Fyrir stórhátíðir vill brenna við að pökkun og dreifing tefjist vegna vagnaskorts. Vinsamlega gerið ráðstafanir til að vagnar komi til baka með dreifingarbílum. Að öðrum kosti er hætt við töfum á dreifingu á mestu álagstímum.
Einnig er vert að hafa í huga sérstakan opnunar- og afgreiðslutíma í söludeild og vöruafgreiðslu.
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.