Ólafía Þórunn íþróttamaður ársins 2017
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í afrekshópi Hleðslu var kosin íþróttamaður ársins 2017. Ólafía Þórunn lék á árinu fyrst íslenskra kylfinga á LPGA mótaröðinni í golfi, sterkustu atvinnumótaröð heims. Hún náði þar frábærum árangri og tryggði sér öruggan keppnisrétt í mótaröðinni á næsta ári.
Við erum virkilega stolt af okkar konu og óskum henni innilega til hamingju með stórkostlegan árangur.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.