Nýtt frá MS: Óðals Havarti krydd og Óðals Cheddar í sneiðum
Óðals Havarti krydd og Óðals Cheddar fást nú í sneiðum en þeir koma í minni pakkningum en áður með aðeins 8 sneiðar í hverju boxi. Þessar pakkningar henta því vel fyrir t.d. minni heimili og í ferðalagið.
Mjólkursamsalan hefur fengið ábendingar um að bjóða upp á minni sneiðabox og því er ánægjulegt að geta nú orðið við þessum beiðnum.
Sé frekari upplýsinga óskað þá vinsamlega hafið samband við sölumenn MS í síma 450 1111.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.