Nýr og endurbættur Mozzarella ostur kominn á markað
Mozzarella ostur er bragðmildur og góður ostur upprunninn frá Ítalíu. Hann hentar einstaklega vel í alls kyns matargerð, sérstaklega ítalska matargerð. Undanfarið hafa staðið yfir endurbætur á framleiðsluaðferð mozzarella ostsins hjá KS í Skagafirði og voru fengnir ítalskir sérfræðingar til að kenna ostameisturum KS listina við að búa til mozzarella ost. Samhliða því var ný mozzarella vél tekin í gagnið í lok september. Mozzarella osturinn er því enn betri en áður og ættu aðdáendur ostsins að taka þeim fréttum fagnandi.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.