Nýr og endurbættur Mozzarella ostur kominn á markað
Mozzarella ostur er bragðmildur og góður ostur upprunninn frá Ítalíu. Hann hentar einstaklega vel í alls kyns matargerð, sérstaklega ítalska matargerð. Undanfarið hafa staðið yfir endurbætur á framleiðsluaðferð mozzarella ostsins hjá KS í Skagafirði og voru fengnir ítalskir sérfræðingar til að kenna ostameisturum KS listina við að búa til mozzarella ost. Samhliða því var ný mozzarella vél tekin í gagnið í lok september. Mozzarella osturinn er því enn betri en áður og ættu aðdáendur ostsins að taka þeim fréttum fagnandi.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.