Nýjungar í Skyr.is flokknum
Á undanförnum árum hefur mikil áhersla verið á vöruþróun í Skyr.is flokknum. Margar nýjar bragðtegundir hafa litið dagsins ljós og hafa neytendur tekið þessum nýjungum fagnandi. Nýjustu bragðtegundirnar í Skyr.is flokknum eru annars vegar jarðarberjabaka og hins vegar créme brúlée. Nýju bragðtegundirnar eru báðar kolvetnaskertar og innihalda 2% fitu sem gerir skyrið enn mýkra og bragðbetra. Þær hafa nú þegar vakið mikla og jákvæða athygli. Svo verður spennandi að sjá hver næsta nýja bragðtegund verður.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.