Nýjungar frá MS
Í vikunni hófst framleiðsla á tveimur nýjungum hjá MS Selfossi.
Annars vegar nýrri bragðtegund í súrmjólk, súrmjólk með vanillu. Súrmjólk hefur vaxið á undanförnu ári, sérstaklega bragðbætt súrmjólk.
Hins vegar AB mjólk með jarðarberjabragði í 1 lítra umbúðum. AB mjólk hefur verið mjög vinsæl meðal neytenda og er AB mjólk með jarðarberjum vinsælasta bragðbætta tegundin.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.