Nýjung í eftirréttalínu MS
16.01.2017
Engjaþykkni með sítrónu og stjörnukorni er bragðgóð nýjung. Engjaþykkni er hluti af eftirréttalínu MS og allar vörur í eftirréttaflokknum eru merktar bláum borða, m.a. til að aðstoða neytendur við val á matvörum.
Það verður spennandi að sjá viðbrögð við þessari nýju bragðtegund en fáar mjólkurvörur hérlendis eru með sítrónubragði og mögulega er hér kominn þinn nýi uppáhaldseftirréttur, hver veit?