Nýjar mjólkurumbúðir líta brátt dagsins ljós
Á allra næstu dögum hefst pökkun á mjólk með nýrri hönnun á. Umbúðahönnunin er afrakstur af vinnu auglýsingastofunnar Ennemm með markaðsdeild MS og að sögn Guðnýjar Steinsdóttur markaðsstjóra var áhersla á að halda í sömu grunnliti og áður enda skipta þeir miklu máli þegar neytendur kaupa mjólkina. Á umbúðunum er texti um vítamín og steinefni sem mjólkin inniheldur auk þess sem áhersla er á að benda á skemmtileg neyslutilefni með mjólkinni.
Fernurnar eru áfram þær sömu og áður og innihalda 66% minna kolefnisfótspor en mjólkurfernurnar gerðu áður (eins og kynnt var í maí 2017). Miklu máli skiptir að skila fernunum til endurvinnslu og hvetur MS neytendur til þess.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.