Nýjar mjólkurumbúðir
Á næstunni munu nýjar mjólkurumbúðir líta dagsins ljós. Við hönnunina var mikil áhersla lögð á að halda sömu grunnlitum og áður enda þekkja neytendur og vita hvað litirnir standa fyrir. Einnig var áhersla á að sýna mjólkina á girnilegan hátt.
Búast má við að nýju fernurnar líti dagsins ljós í kringum mánaðarmótin apríl/maí.
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.