Munurinn á UHT rjóma og ferskum rjóma
Vegna ummæla Hafliða Ragnarssonar í fjölmiðlum í morgun, miðvikudaginn 22. febrúar, um íslenskan rjóma þá er mikilvægt að eftirfarandi upplýsingar komi fram.
Kringum bolludaginn á Íslandi er fjórföldun á sölu rjóma. Um 80 þúsund lítrar af rjóma eru seldir vikuna fyrir bolludag frá Mjólkursamsölunni (MS).
Rjómi framleiddur af MS er háhitagerilsneyddur við 92°C í 15 sekúndur, sem tryggir að mögulegar bakteríur lifa ekki af. Er gerilsneiddur rjómi eftirsóttari en UHT meðhöndlaður enda ferskari. Bragðmunurinn á UHT rjóma og hefðbundnum rjóma er svipaður og milli nýmjólkur og G-mjólkur.
UHT er skammstöfun á ensku fyrir Ultra High Temperature (ofurhátt hitastig), en um er að ræða hitun upp í 135-150°C í 2-6 sekúndur og hefur þessi aðferð stundum verið kölluð leifturhitun á íslensku.
Í frétt Morgunblaðsins um málið kemur fram í máli Kjartans Hreinssonar, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun að „engin tilfelli séu um að menn hafi smitast af einu eða neinu af rjómanum eins og hann kemur úr fernunni, þetta er mjög örugg vara.“
MS vinnur stöðugt að þróun nýrra vara fyrir neytendur og matvælaframleiðendur jafnt stóra sem smáa, það er gert í samráði við þeirra þarfir og óskir.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.