MS styrkir Samtök móðurmálskennara
Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili afmælishátíðar Samtaka móðurmálskennara. Samtökin fögnuðu á þessu ári 40 ára afmæli starfsemi sinnar og af því tilefni var haldin hátíð í Þjóðminjasafninu í byrjun október. Á hátíðinni var efnt til málþings um niðurstöður rannsóknar undir forystu Kristjáns Jóhanns Jónssonar, dósents við HÍ um íslenskt mál: Íslenska sem námsgrein og kennslutunga. Ennfremur var haldin samkeppni meðal framhaldsskólanema og nemenda í efstu bekkjum grunnskóla. Óskað var eftir textum af öllu tagi t.d. rappi, ljóðum, örleikritum, örsögum og hugleiðingum þátttakenda. Vinningshafar voru verðlaunaðir og fluttu þeir texta sína á hátíð samtakanna.
Við óskum Samtökum móðurmálskennara innilega til hamingju með 40 ára afmælið.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.