MS misnotaði ekki markaðsráðandi stöðu sína
Eftir ítarlega rannsóknarvinnu komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að Mjólkursamsalan hefði á engan hátt misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði.
Í júní 2007 ákvað Samkeppniseftirlitið í kjölfar upplýsinga og ábendinga frá Mjólku ehf. að hefja formlega rannsókn á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf., Osta-og smjörsölunnar sf. og Auðhumlu svf. (MS) á markaðnum fyrir framleiðslu dreifingu og sölu á mjólkurafurðum.
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 4. júní 2007 var Samkeppniseftirlitinu veitt heimild til húsleitar í húsakynnum MS og leggja þar hald á muni.
Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit í kjölfarið, eða þann 5. júní sama ár, þar sem hald var lagt á fjölda skjala og afrit tekin af tölvutækum gögnum nokkurra strfmanna.
Málinu er nú lokið að hálfu Samkeppniseftirlitsins og ákvörðunarorð eru eftirfarandi:
„Ekki er ástæða til aðgerða af hálfu Samkeppniseftirlitsins í máli þessu".
Nánar má lesa um úrskurðinn á vef Samkeppisstofunar
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.