MS Egilsstöðum óskar eftir bílstjóra í fast starf
Mjólkursamsalan óskar eftir vönum, jákæðum og duglegum bílstjóra í fast starf við starfsstöðina á Egilsstöðum. Hjá MS Egilsstöðum starfa í kringum 15 manns og þar er unninn Mozzarella ostur.
Starfs og ábyrgðarsvið:
- Vörudreifing til viðskiptavina
- Mjólkursöfnun frá bændum
- Umhirða bifreiða
- Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann.
Hæfniskröfur:
- Meirapróf C skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Hæfni til að tjá sig á íslensku
- Jákvæðni, dugnaður og góð samskiptahæfni
- Þjónustulund, stundvísi og sjálfstæði í starfi
- Geta til að vinna vel undir álagi
- Hreint sakavottorð
Um fast starf er að ræða við vörudreifingu til viðskiptavina og mjólkursöfnun frá bændum.
Umsjón með ráðningu hefur Magnús Guðmundsson forstöðumaður flutningadeildar. Nánari upplýsingar veitir verkstjóri Skúli Hannesson í síma 894-2669.
Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu eða aldur. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með gildin metnaður, samvinna, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi.
Umsóknarfrestur til og með 18. október 2016
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.