Mjólkursamsalan tilnefnd til Fjöreggs Matvæla- og næringarfræðifélagsins
Mjólkursamsalan hlaut tilnefningu til Fjöreggs Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands en á matvæladegi félagsins er Fjöregg MNÍ veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- eða næringarsviði með stuðningi Samtaka iðnaðarins. Mjólkursamsalan var tilnefnd fyrir nýjar endurvinnanlegar drykkjarumbúðir sem framleiddar eru úr endurnýjanlegu hráefni úr plönturíkinu en umbúðirnar eru þær umhverfisvænstu sem völ er á fyrir drykkjarmjólk. Það var Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS, sem tók við viðurkenningu fyrir hönd fyrirtækisins en Fjöreggið sjálft hlaut að þessu sinni Grímur kokkur fyrir að auka fiskneyslu með fjölbreyttu vöruframboði úr íslensku sjávarfangi og viljum við nota tækifærið og óska Grími og starfsfólki hans innilega til hamingju.
Björn S. Gunnarsson, tók við viðurkenningunni fyrir hönd MS.
Eftirtalin fyrirtæki hlutu tilnefningar til Fjöreggs MNÍ 2017.
Grímur kokkur fyrir að auka fiskneyslu með fjölbreyttu vöruframboði úr íslensku sjávarfangi
Mjólkursamsalan fyrir nýjar endurvinnanlegar mjólkurfernur
Friðheimar fyrir fjölbreytta og vinsæla matarupplifun
Vefurinn næring móður og barns fyrir að miðla skýrum og greinargóðum upplýsingum um næringu á fósturskeiði og fyrstu 24 mánuði ævinnar
Eldum rétt fyrir markaðssetningu sem einfaldar innkaup og matreiðslu, bætir nýtingu og dregur úr sóun á mat
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.