Mjólkurbikarinn snýr aftur
Bikarkeppni KSÍ mun annað árið í röð bera nafnið Mjólkurbikarinn en það var staðfest þegar samningur þess efnis var undirritaður af fulltrúum MS og Sýnar fimmtudaginn 28.mars í höfuðstöðvum KSÍ. Við hlökkum til að fylgjast með æsispennandi keppni í sumar og bíðum spennt eftir að skála í mjólk með verðandi Mjólkurbikarmeisturum í ágúst og september.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.