Málræktarþing Íslenskrar málnefndar
Íslensk málnefnd og MS boða til málræktarþings í tilefni af degi íslenskrar tungu í Þjóðminjasafninu miðvikudaginn 15. nóvember kl. 15.30 undir yfirskriftinni Ritun í skólakerfinu, þar sem velt verður upp spurningum um stöðu málsins í ræðu og riti með áherslu á ritfærni nemenda á ýmsum stigum skólakerfisins.
Verið öll velkomin
Dagskrá
15.30 Setning
15.35 Kynning á ályktun Íslenskrar málnefndar um stöðu íslenskrar tungu 2017
15.40 Svanhildur Kr. Sverrisdóttir: Tólf ára, að verða þrettán
15.50 Baldur Sigurðsson: Hver dregur vagninn? Ábyrgð kennara á ritfærni nemenda
16.00 Þórdís Edda Jóhannesdóttir: Hvort á að skrifa ókey eða ókei? Nokkur orð um hugðarefni nemenda í ritun á háskólastigi
16.10 Höskuldur Þráinsson: Ritun og máltilfinning
16.20 Eliza Reid: „Á ég þá að mæta í búðingi?" Vandi þeirra sem flytja hingað og vilja tala og rita íslensku
16.30 Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2017
16.40 Kaffiveitingar
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.