Málræktarátak MS vekur athygli
Mikill áhugi á málræktarátaki MS
Nýlega hófst nýtt málræktarátak Mjólkursamsölunnar. Í þetta sinn er áherslan á nýyrði og nýyrðasmíðar. Nýyrðin birtast á mjólkurfernum landsmanna og er gert ráð fyrir því að þau komi út í 65 milljónum eintaka á næstu tveimur árum. Neytendur eru jafnframt hvattir til að segja sína skoðun og velja uppáhaldsnýyrðin sín á www.ms.is. Ljóst er að landsmenn eru mjög áhugasamir um átakið en tæplega 5000 manns hafa sagt sína skoðun á nýyrðunum og hefur umferð inn á www.ms.is aukist talsvert eftir að átakið hófst. Þeir sem taka þátt fyrir 16. nóvember næstkomandi geta unnið glæsilega Lestölvu (Ipad) eða íslenska orðabók en dregið verður úr innsendum tillögum á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember næstkomandi.
Áhugasamir eru hvattir til að tjá skoðanir sínar á síðunni
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.