Létt og laggott hætt eftir 30 ára framleiðslu
Fituskerta viðbitið Létt og laggott, sem kom fyrst á markað 1988, hefur verið tekið úr framleiðslu. Viðtökurnar á sínum tíma voru mjög góðar og náði salan hámarki 1991 en það ár seldust 1.072.383 dósir. Síðan þá hefur salan minnkað mikið og í fyrra var hún aðeins 280.303 dósir.
Mjólkursamsalan stóð frammi fyrir því að þurfa að endurnýja tækjabúnaðinn á Selfossi með viðeigandi kostnaði sem þótti ekki vænlegt fyrir vöru í samdrætti. Neytendur þurfa hins vegar ekki að bíða lengi eftir öðru léttu viðbiti þar sem MS mun á næstunni bjóða upp á létt Smjörva og er hann væntanlegur í verslanir í apríl.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.