Kryddsmjör -Nýjar umbúðir
Nú er gamla góða kryddsmjörið komið í nýjar og handhægari umbúðir sem eru auðveldar og þæginlegar í notkun, kryddsmjörið er í 100 gr dósum og fæst eins og áður í 2 bragðtegundum; kryddsmjör með hvítlaukskryddi og kryddsmjör með jurtakryddi.
Kryddsmjör er ómissandi í bökuðu kartöfluna, á maísstöngulinn eða á kjötið og fiskinn beint af grillinu. Hentar vel með grilluðum mat og ofnelduðum. Einnig er gott að smyrja því á heitt brauð. Hentar til steikingar.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.