Kristín Halldórsdóttir verður mjólkurbússtjóri á Akureyri
Kristín Halldórsdóttir, gæðastjóri Mjólkursamsölunnar á Akureyri, hefur verið ráðin mjólkurbússtjóri félagsins og tók við því starfi þann 1. október sl. Hún tekur við af Sigurði R. Friðjónsyni sem verður verkefnastjóri í vöruþróun félagsins í Reykjavík. Friðjón G. Jónsson, sem ætlað var að tæki við starfi Sigurðar hefur óskað eftir breytingum af persónulegum ástæðum. Hann verður áfram verkstjóri í mjólkurbúinu.
Kristín Halldórsdóttir er mjólkurtæknifræðingur og hefur starfað fyrir mjólkuriðnaðinn frá árinu 1987, fyrst hjá KÞ, síðar hjá Norðurmjólk og síðan hjá Mjólkursamsölunni. Hún hefur verið gæðastjóri Mjólkursamlagsins á Akureyri frá 2000.
Undanfarin ár hefur staðið yfir endurnýjun á ýmsum þáttum starfseminnar á Akureyri, m.a. með fjárfestingum í nýjum mjólkurpökkunarbúnaði, nýju innvigtunarhúsi fyrir mjólkurbíla, sjálfvirknivæðingu í frátöku af framleiðslulínum og ýmsum fleiri þáttum starfseminnar. Stærstu skrefin verða stigin á næstu misserum þegar lokið verður algerri endurnýjun ostaframleiðslu á Akureyri. Fyrsti áfanginn er þegar komin í notkun, næsti verður gangsettur fyrir áramót og fyrir mitt næsta ár verður verður lokið síðasta og stærsta áfanga þessarar endurnýjunar þegar nýjar ostapressur og ostagerðatankar verða sett upp á Akureyri.
Mjólkursamsalan
Reykjavík
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.