Kerfisfræðingur - Tölvunarfræðingur
Mjólkursamsalan (MS) óskar eftir að ráða starfsmann til starfa í tölvudeild. Viðkomandi einstaklingur yrði hluti af fimm manna teymi sem sinnir þjónustu og rekstri tölvukerfa MS og yrði staðsettur í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Bitruhálsi 1 í Reykjavík.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
Rekstur og eftirlit með netþjónum, netkerfum og afritunartöku.
Uppsetning og viðhald tölvubúnaðar.
Þjónusta við notendur.
Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Menntun í kerfisfræði, tölvunarfræði eða sambærilegu.
Reynsla af Vmware og Veeam er æskileg.
Þekking á Windows Server og Office 365 er kostur.
Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptahæfni.
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi.
Góð íslenskukunnátta bæði í rituðu og töluðu máli.
Nánari upplýsingar
Umsóknarfrestur er til og með 9. janúar 2017. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hugi Freyr Einarsson, hugi@ms.is
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.