KEA skyr nú fáanlegt í 500 g umbúðum
Nýja KEA skyrið hefur algjörlega slegið í gegn og því bjóðum við nú tvær vinsælustu bragðtegundirnar í stærri umbúðum. Annars vegar er um að ræða kolvetnaskert KEA skyr með jarðarberjum og bönunum og hins vegar kolvetnaskert KEA skyr með kaffi og vanillu. Báðar tegundir eru próteinríkar og án laktósa og það þarf varla að taka það fram að þær smakkast einstaklega vel.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.