Jólamjólkin er á leið til byggða
Nú er jólamjólkin á leið til byggða og þá kætast örugglega einhverjir þar sem jólasveinarnir skemmtilegu eru í uppáhaldi hjá mörgum. Jólasveinateikningar Stephen Fairbairn myndlistarmanns, sem prýða mjólkurfernurnar í aðdraganda jólanna, hafa vakið óskipta athygli frá upphafi enda gaman að sjá fernurnar skipta um búning á þessum árstíma.
Koma jólamjólkurinnar til byggða þýðir jafnframt að það styttist í árlegan og skemmtilegan leik á jolamjolk.is en hann hefur göngu sína 1. desember. Gestir síðunnar geta opnað glugga á jóladagatali og tekið þátt í léttum spurningaleik fram að jólum.
Fylgist með á jolamjolk.is og Facebook síðu jólamjólkur.
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.