Jólalest MS 19. desember

17.12.2009

Næstkomandi laugardag, 19. desember, mun MS í samstarfi við Miðborgarsamtökin, vera með skemmtilega uppákomu í miðbænum. Pökkum verður safnað hjá kaupmönnum á Laugavegi og Skólavörðustíg. Almenningi er einnig velkomið að gefa pakka en þeir fara síðan til Fjölskylduhjálparinnar og Mæðrastyrksnefndnar.

 
Bílar MS munu leggja af stað frá Hlemmi og Hallgrímskirkju kl. 15:00 og safna pökkunum. Á pallinum verða jólasveinar og harmonikkuleikarar og Klói mætir líka á staðinn. Jólasveinarnir munu syngja jólalög undir harmonikkuleik og verður létt og skemmtileg stemning.
 

Bíllinn sem keyrir niður Laugaveginn er fornbíll (Chevrolet frá 1942) sem er m.a. í eigu MS Selfossi. Hann var áður í mjólkursöfnun í Flóanum auk þess sem hann var notaður sem póstbíll, undir ýmsar vörur og margt fleira.                                                                          

Fleiri fréttir