Ísey skyr - sagan á bak við nafnið
Skyr.is heitir nú Ísey skyr og var sú breyting gerð til að hafa samræmi og heildstæða stefnu í markaðsstarfi með skyrið okkar hér heima og erlendis. Við val á nýju nafni var leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar og til að endurspegla íslenskan bakgrunn og sögu skyrsins varð nafnið Ísey fyrir valinu en það er fallegt séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland.
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.