Heppnir vinningshafar á jolamjolk.is

17.01.2011

Nú fyrir jólin var skemmtileg getraun á www.jolamjolk.is en þar þurftu þátttakendur að svara einni léttri jólaspurningu og komast þannig í lukkupott. Hægt var að taka þátt á hverjum degi. Mikil þátttaka var í leiknum en yfir 18 þúsund innsendingar voru í leikinn. Í byrjun janúar var svo fjöldi heppinna þátttakenda dreginn út. Fyrstu verðlaun hlaut Ársæll Jóhannesson en hann fékk Nokia símann og 20.000 krónu inneign frá Nova. Þrír heppnir hlutu árskort í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og fimm þátttakendur fengu gjafakort í Smáralind. Ennfremur fengu tíu þátttakendur bíómiða fyrir tvo í Smárabíó og 100 heppnir vinningshafar fengu DVD diska.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Ársæli með símann góða.

Fleiri fréttir