Heilsustefna
Mjólkursamsalan styður heilsustefnu Heilbrigðisráðuneytisins!
Í kjölfarið hefur MS sent frá sér samantekt með fyrirsögninni,,Áherslur mjólkursamsölunnar varðandi hollustu og heilbrigði neytenda“. Þar kemur m.a. fram ný vöruþróunarstefna MS og upplýsingar um heilsueflandi aðgerðir mjólkuriðnaðarins. Auk stuðnings við heilsustefnu Heilbrigðisráðuneytisins mun MS eiga samstarf við Lýðheilsustöð, einn helsta framkvæmdaaðila heilsustefnunnar, um afnot af reit fyrir heilsufarsábendingar á mjólkurfernum. Heilsustefna Heilbrigðisráðuneytisins verður formlega kynnt í næstu viku þann 11.nóv.
Áherslur Mjólkursamsölunnar má sjá hér
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.