Gæðastjóri MS Selfossi

08.06.2016

Mjólkursamsalan leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf gæðastjóra MS á Selfossi

Helstu verkefni og ábyrgð

Gæðastjóri MS á Selfossi ber ábyrgð á rekstri, viðhaldi og þróun gæða-, öryggis- og umhverfisstjórnunarkerfis á MS Selfossi og MS Reykjavík í samræmi við ytri kröfur og stefnu MS.  Hann ber faglega ábyrgð á öllum störfum rannsóknarstofu þ.m.t. sýnatöku, starfsaðferðum og skráningu gagna. 

 

Hæfniskröfur

  • Menntun á sviði raunvísinda s.s. matvælafræði, mjólkurtæknifræði eða sambærilegt
  • Þekking á matvælavinnslu. Grunnþekking á mjólkuriðnaði er æskileg
  • Þekking á HACCP. Þekking á matvælaöryggiskerfum t.d. BRC, IFS eða ISO 22000 er æskileg
  • Góð þekking á verkefnastjórnun
  • Góð almenn tölvukunnátta. Þekking á Visio er kostur
  • Gott vald á íslensku, talaðri og ritaðri, Vald á ensku og/eða norðurlandamáli er kostur
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði, jákvæðni og góð samskiptahæfni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón K. Baldursson, gæða- og umhverfisstjóri MS í síma 864-8612. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsjón með ráðningu hefur Inga Guðrún Birgisdóttir mannauðsstjóri. 

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má finna hér: Upplýsingar um starf

 

 

Fleiri fréttir