Framleiðslustörf hjá MS Selfossi
Vegna aukinna verkefna leitum við að jákvæðum og duglegum einstaklingum til að sinna framleiðslustörfum í starfsstöð okkar að Austurvegi 65 á Selfossi.
Starfs- og ábyrgðarsvið:
• Vélgæsla og pökkun
• Önnur tilfallandi störf í samráði við yfirmann
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sambærilegu starfi kostur
• Jákvæðni, dugnaður og góð samskiptahæfni
• Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna vel undir álagi
Nánari upplýsingar
Unnið er til skiptis aðra hvora viku: kl. 7:00 til 16:00 og kl. 8:00 til 17:00. Frekari upplýsingar um starfið veitir Björn Baldursson, rekstrarstjóri í síma 854-6012.
Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Hjá Mjólkursamsölunni starfa rúmlega 450 starfsmenn á fimm starfsstöðvum á landinu þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Mjólkursamsalan leggur áherslu á fjölbreytta samsetningu starfsfólks hvort sem um er að ræða þjóðerni, kynferði, menntun, reynslu og aldur. Við ráðningar veljum við hæfustu einstaklingana í starfið með metnað, samvinnu, jákvæðni og ábyrgð að leiðarljósi.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.