Fossvogshlaup Hleðslu
Næstkomandi fimmtudag verður Fossvogshlaup Hleðslu haldið. Hægt er að velja um tvær vegalengdir, 5 km og 10 km og verður ræst frá Víkingsheimilinu kl. 19. Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri MS, býst við að talsverður fjöldi hlaupara muni taka þátt en Fossvogshlaupið hefur átt miklum vinsældum að fagna á undanförnum árum og var kosið besta götuhlaupið 2015.
Skráningar standa yfir og þeir sem skrá sig fyrir 23. ágúst geta unnið glæsileg skráningarverðlaun.
Athugið að tímabundið er vöruafgreiðsla MS lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.