Blaðamannafundur vegna Reykjavíkurleikanna 2015
Boðað var til blaðamannafundar vegna Reykjavíkurleikanna fimmtudaginn 15. janúar og var hann haldinn á háskólatorgi Háskólans í Reykjavík við Öskjuhlíð. Leikarnir fara nú fram dagana 15.-25. janúar og er þetta í áttunda sinn sem þeir eru haldnir.
Á blaðamannafundinum voru Reykjavíkurleikarnir 2015 kynntir og forsvarsmenn stærstu styrktaraðilanna, þau Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, Orri Hauksson, forstjóri Símans og Ingigerður Einarsdóttir, markaðs- og þjónustustjóri Avis skrifuðu undir samstarfssamning. Fulltrúar allra íþróttagreinanna sem keppt er í á leikunum voru enn fremur á svæðinu til að veita viðtöl og upplýsingar fyrir mótin sem framundan eru.
Forsvarsmenn samstarfsaðila leikanna kepptu sín á milli í skotfimi með skammbyssu og riffli af 10 metra færi við góðar undirtektir viðstaddra. Aðrir gestir fundarins fengu jafnframt tækifæri til að reyna fyrir sér í skotfimi, en skotfimi er ný íþróttagrein á Reykjavíkurleikunum í ár.
Að blaðamannafundi loknum fór fram ráðstefna sem ÍBR, ÍSÍ og HR stóðu að í tilefni leikanna en hún markaði upphaf leikanna í ár. Frábærir fyrirlesarar fluttu erindi um afreksþjálfun og þar á meðal var Colin Jackson, þrefaldur heimsmeistari í frjálsíþróttum og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum.
Mjólkursamsalan er stoltur styrktaraðili Reykjavíkurleikanna og óskar keppendum öllum, sem og þeim sem að leikunum koma með einum eða öðrum hætti, góðs gengis.
![]() |
Gestum blaðamannafundarins og ráðstefnunnar var boðið upp á ískalda Hleðslu |
![]() |
Samstarfssamningurinn undirritaður. |
![]() |
Einar forstjóri MS og Ingigerður markaðs- og þjónustustjóri Avis fengu góða tilsögn fyrir skotfimikeppnina |
450-1111.
mán-fim 8-16 og fös 8-15.
sala@ms.is
Athugið að vöruafgreiðsla MS er lokuð alla virka daga milli kl. 12 og 13.